Stórhóll - Réttir Food Festival 2019

Stórhóll

Bænda Biti

Heimboð; Húsdýraheimsókn og kynning á afurðum búsins á Stórhól.

Húsdýraflóran á Stórhól er fjölbreytt og gaman að skoða og klappa.
Sigrún er handverkskona af lífi og sál og sækir innblástur í náttúruna og dýrin.
Hún býður gesti sína velkomna í Rúnalist Gallerí þar sem hún býður upp á standandi smáréttahlaðborð.
Þar verður boðið upp á afurðir búsins í framandi framsetningu.
Á boðstólnum verður meðal annars, andaregg, ærgæti, reykt kiðlingarúllupylsa, ærinnralæri, geitaostur og hægeldað lamb ásamt öðrum öðrum flottum smáréttum.

Heimsókn fyrir alla fjölskylduna

Fimmtudaginn, 22. Ágúst, 2019
15:00 - 18:00
3.000 kr
Frítt fyrir 12 ára og yngriHægt er að bóka með því að smella hér eða senda tölvupóst á
[email protected]