Stórhóll - Réttir Food Festival 2019

Stórhóll

Íslenska landnámsgeitin

Heimboð; íslenska landnámsgeitin, saga og kynni.
þar býðst gestum að koma og klappa geitum og gefa þeim brauðmola.
Skoðaðar verða afurðir af íslensku geitinni og það handverk sem hægt er að gera út því.
Vörur úr geitafiðu (kasmír), stökur og fleira.
Sigrún bóndi á Stórhól mun bjóða gestum upp á að smakka smárétti úr geitaafurðum.
Það sem finna má á borðinu er geitaostur, reykt og grafið geitakjöt ásamt mörgu öðru spennandi úr geitaafurðinni.

Komið og njótið þess að kynnast íslensku geitinni

Mánudaginn, 19. Ágúst, 2019
15:00 - 18:00
2.500 kr
Frítt fyrir 12 ára og yngriHægt er að bóka með því að smella hér eða senda tölvupóst á
[email protected]