Vörusmiðja BioPol - Réttir Food Festival 2019

Vörusmiðja BioPol

Kefir og Kombucha drykkir

Karin og Þórhildur munu leiða þig í gegnum allan sannleikan um Kefir og Kombucha.
Það fylgir því mikil gleði að gera sína eigin heilsudrykki og bragðbæta þá að vild.
Kombucha er bruggað te og hægt að nota hvort sem er grænt eða svart.
Kombucha er heilsusamlegur drykkur sem er góður fyrir meltinguna og ríkur af andoxunarefnum.
Það tekur um 2-3 vikur að búa til Kombucha.
Drykkir gerðir úr vatna Kefir eru frísklegir og heilsusamlegir.
Auðvelt og fljótlegt er að gera þennan skemmtilega drykk heima tekur einungis 2-3 daga.
Hægt verður að kaupa startpakka til bruggunar á þessum drykkjum á staðnum.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Þriðjudaginn, 20. Ágúst, 2019
13:00 - 16:00
3.000 krHægt er að bóka með því að smella hér eða senda tölvupóst á
[email protected]