Grána Bistro - Réttir Food Festival 2019

Grána Bistro

Ostasæla og hamingjustund

Veitinga- og kaffihúsið Grána Bistro er staðsett að Aðalgötu 21 á Sauðárkróki í sama húsnæði og sýningin 1238 – Baráttan um Ísland.
Fyrr á árum hýsti húsnæðið m.a. verslun Kaupfélagsins Gránu og gamla mjólkursamlagið á Sauðárkróki.
Það er því vel við hæfi að bjóða upp á veitingar úr skagfirsku hráefni á þessum stað.
Við leikum okkur með skagfirska osta Laugardaginn, 17. Ágúst í samstarfi við Mjólkursamlag KS. Skerum´ann, sneiðum´ann, bökum´ann, bræðum´ann, bjóðum´ann og borðum´ann.

Laugardaginn, 17. Ágúst, 2019
16:00 - 18:00
FríttHægt er að bóka með því að smella hér eða senda tölvupóst á
[email protected]