Birkihlíð - Réttir Food Festival 2019

Birkihlíð

Opið Hús

Að bænum Birkihlíð í Skagafirði búa hjónin Þröstur Heiðar og Ragnheiður Lára ásamt börnunum sínum sex.
Í Birkihlíð var sett upp kjötvinsla fyrir ári síðan. Gamla fjósinu var breytt í kjötvinnslu þar sem Ragnheiður Lára og Þröstur Heiðar vinna allar sínar vöru í.
Í Birkihlíð er búið með kýr, naut og íslensku sauðkindina. Allar vörur sem seldar eru frá Birkihlíð eru af heimaöldu.
Verið velkomin að skoða vinnsluna okkar og kynna ykkur vöruúrvalið sem í boði er. Hægt verður að legga inn pöntun fyrir haustið.

Fimmtudaginn, 22. Ágúst, 2019
15:00 - 17:00
FríttHægt er að bóka með því að smella hér eða senda tölvupóst á
[email protected]